Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 14:49 "Hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í.“ Myndir af Facebooksíðu hópsins Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“ Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira