Erlent

ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis

Að minnsta kosti 38 manns hafi látið lífið og hátt í fjörtíu særst.
Að minnsta kosti 38 manns hafi látið lífið og hátt í fjörtíu særst. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær þar sem nú er talið að minnsta kosti 38 manns hafi látið lífið og hátt í fjörtíu særst.

Habib Essid forsætisráðherra Túnis segir að ekki sé líðandi að starfræktar séu moskur í landinu utan við lög og reglu, sem bendir til að um sé að ræða moskur sem starfræktar séu í leyfisleysi. Árásarmaðurinn er sagður vera námsmaður frá borginni Kairouan.

Abu Yahya al-Qayrawani er sagður vera árásarmaðurinn.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst ábyrgð á morðunum og segja að árásarmaðurinn  hafi heitið Abu Yahya al-Qayrawani og lýsa honum sem hermanni og þeim sem myrtir voru sem krossförum. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem fjöldi manns er myrtur í Túnis en í mars var ráðist á hóp ferðamanna í Þjóðminjasafni landsins og tuttugu og tveir myrtir.

Selma Rekik ferðamálaráðherra Túnis segir tilgang árásanna að lama ferðamannaþjónustuna í landinu en Túnis muni lifa þetta af. Hundruð þúsnda ferðamanna hafa nú þegar yfirgefið landið eftir morðin í gær og ferðaskrifstofur hafa fengið mikinn fjölda afpantana.


Tengdar fréttir

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×