Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2015 13:23 Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún. Loftslagsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún.
Loftslagsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira