Viðskipti erlent

Norsk auglýsing gegn ölvun á bátum vekur athygli

Atli Ísleifsson skrifar
Allsgáði maðurinn á engum vandræðum með verkefnið.
Allsgáði maðurinn á engum vandræðum með verkefnið.
Norsk stofnun sem berst gegn áfengisneyslu fólks við ákveðnar aðstæður hefur birt nýja auglýsingu gegn ölvun á bátum sem vakið hefur mikla athygli.

Í frétt á vef Adweek segir að um þrjátíu manns láti lífið í siglingaslysum í Noregi á hverju ári og er áætlað um þriðjungur hinna látnu hafi verið ölvaður undir stýri.

Í auglýsingu Av-og-til má sjá hvernig frekar illa til hafður maður leggur bát sínum áreynslulaust að bryggju, á meðan hópur fólks með er með áfengi við hönd á öðrum bát á í mestu vandræðum með verkefnið.

Sjá má auglýsinguna að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×