„Við vorum auðvitað tíu, en vegalengdin var lengri. Ég veit ekki, sennilega voru veðuraðstæður hagstæðar og hópurinn var sterkur og staðráðinn í því að klára þetta á góðum tíma.“
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Stöð 2 Sport og á Vísi með því að smella hér.
Hafsteinn er nýstiginn upp úr meiðslum og hefur ekki hjólað í fimm mánuði.
„Já, ég var látinn keyra rosalega mikið, óþarflega mikið. Til að byrja með fann ég fyrir þessu og það var vont að sitja kyrr inni í húsbílnum, á hjólinu var þetta allt í lagi. Núna ætla ég að hugsa um að koma mér í almennilegt stand og síðan mætum við aftur á næsta ári og bætum þennan tíma enn meira.“
Sjá einnig: Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi
Gamla metið var sett í fyrra en það var 40 klukkustundir og 36 mínútur. Bæði liðin kepptu í 10 manna liðum. En hvað ætlar Hafsteinn að gera eftir þessa hringferð?
„Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér með því að fara í góða sturtu. Síðan þurfum við að ganga frá húsbílnum sem er eins og góða svínastía. Því næst ætla ég að slaka á og njóta þess að hafa unnið þetta.“
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Örninn Trek kom í mark og viðtalið við Hafstein.