Fótbolti

Juventus tryggir sér þjónustu Pereyra næstu árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pereyra skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus.
Pereyra skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. vísir/getty
Juventus hefur gengið frá kaupunum á argentínska miðjumanninum Roberto Pereyra frá Udinese.

Pereyra, sem er 24 ára, lék sem lánsmaður með Juventus á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna tvöfalt á Ítalíu, auk þess sem Juventus komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Pereyra skoraði fjögur mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í 35 deildarleikjum með Juventus í vetur.

Pereyra skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus en félagið greiðir Udinese 10 milljónir punda fyrir leikmanninn. Sú upphæð gæti reyndar hækkað um 1,1 milljón punda á næstu árum.

Pereyra er nú staddur í Chile með argentínska landsliðinu sem tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur leikjum Argentínu á mótinu til þessa en liðið mætir Kólumbíu í 8-liða úrslitum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×