„Það er alltaf stutt í gleði og grín hjá okkur,“ segja stelpurnar í WOW Freyjur – Cyclothon liðinu sem hjólar nú hringinn í kringum Ísland í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni.
Margrét Björnsdóttir, ein af liðsmönnum liðsins, sagði í Morgunþættinum á FM957 að ef Facebook-síða liðsins myndi fá tvö þúsund læk, ætluðu þær sér að hjóla naktar. Svo verður ekki og var um grín að ræða.
Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015
„Þetta snýst um áheit fyrir frábært málefni, og að njóta og hafa gaman. Áfram WOW Cyclothon,“ segja stelpurnar.
Sjá einnig: Flugfreyjur hjóla naktar ef þær fá tvö þúsund læk
Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 3500 manns lækað síðuna.
Hjóla ekki naktar: Flugfreyjurnar voru að grínast
