Facebook færði konuna úr skugga karlsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 10:45 Hér má sjá táknið sem breytt var - nýja táknið, til hægri, sýnir konuna standa fyrir framan manninn, örlítið minni og með nýja hárgreiðslu. Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira