Viðskipti erlent

Pattstaða á kínverskum fjármálamörkuðum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjárfestar hafa fylgst með eignum sínum hrynja í verði.
Fjárfestar hafa fylgst með eignum sínum hrynja í verði. vísir/ap
Kínverki hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í nær frjálsu falli frá því í júní en síðan þá hafa markaðir fallið um nærri þriðjung.

Fall markaðanna nemur um þremur billjónum dollara eða 402 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar er gert ráð fyrir því afskriftir gríska ríkisins muni nema um 20 billjónum króna. Helsti munurinn er sá að þessar tuttugu milljónir dreifast niður á 90 milljónir kínverskra fjárfesta en ekki á ríkissjóði örfárra landa.

Hingað til hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að bæta stöðuna misheppnast. Nýjasta útspilið er að meina fjárfestum, sem eiga meir en fimm prósent í félögum, að stunda viðskipti með bréf sín. Verð þeirra getur ekki lækkað meir þar sem ekki er hægt að ekki er hægt að kaupa eða selja bréfin. Verðmæti upp á nærri 350 billjónir íslenskra króna sitja frosin í höndum eigenda sinna næstu daga og vikur.

Hér má sjá hvernig málin hafa þróast síðusta árið.mynd/bloomberg
Stöðuna sem nú er komin upp má rekja til þess að fjárfestar fengu fé að láni til þess að kaupa hluti. Margir hverjir hafa neyðst til að selja hlutina sína til þess að standa í skilum með tilheyrandi verðhruni á mörkuðum. 

„Ég hafði aldrei stundað nein viðskipti áður,“ segir Lin Jinxia í viðtali við blaðamann BBC. „Það voru allir að þessu í kringum mig svo ég ákvað að prófa.“

Hún og eiginmaður hennar keyptu í maí hlutabréf fyrir sparifé sitt en upphæðin nam ríflega fjórum milljónum króna. Peningunum dreifðu þau niður á bifreiðaframleiðendur, tískufyrirtæki og raftækjaframleiðendur en tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Eignir þeirra hafa fallið um helming.

„Við höfum tapað miklu af peningunum sem við áttum. Við eigum ekki mikið. Þetta var ævisparnaður okkar. Það sem við verðum að gera núna er að spara og finna staði til að skera niður.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×