Viðskipti erlent

Tæplega 8000 manns sagt upp hjá Microsoft

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Satya Nadella, forstjóri Microsoft
Satya Nadella, forstjóri Microsoft vísir/epa
Microsoft tilkynnti í dag að nærri 8000 starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp störfum. Um er að ræða starfsmenn í snjallsímadeild fyrirtækisins en Microsoft keypti farsímafyrirtækið Nokia í fyrra.

Steven A. Ballmer var forstjóri Microsoft á þeim tíma þegar fyrirtækið keypti Nokia en núverandi forstjóri er Satya Nadella. Uppsagnirnar nú þykja varpa ljósi á að fjárfesting Ballmer í Nokia á sínum tíma var glappaskot en hann sá fyrir sér að gera Microsoft samkeppnishæfara á snjallsímamarkaðnum þar sem Apple, Samsung og Google eru stærstu fyrirtækin.

Uppsagnirnar eru meira en 6 prósent af heildarstarfsmannafjölda Microsoft á heimsvísu. 18.000 starfsmönnum var sagt upp í fyrra, en meirihluti þeirra starfaði einnig í snjallsímadeild fyrirtækisins. Með uppsögnunum nú hefur flestum þeim verið sagt upp sem komu til starfa hjá Microsoft eftir að fyrirtækið keypti Nokia.


Tengdar fréttir

Apple skilur keppinautana eftir í rykinu

Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Apple undirstrikar yfirburðarstöðu fyrirtækisins. Nýjar vörulínur og innreið á nýja markaði gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Apple þarf þó að takast á við eitt stórt vandamál, fyrirtækið á einfaldlega of mikið af peningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×