Er James Bond að fara frá Sony? Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2015 12:30 James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira