Fín veiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 09:00 Vel veiðist við rétt skilyrði hraunsmegin í Frostastaðavatni Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís. Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís.
Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði