Snorri leitar að líki til að dansa við Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 19:06 Mynd/Snorri Ásmundsson Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012 Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira