Erlent

Óttast árás ISIS á þjóðhátíðardaginn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá 4. júlí í fyrra.
Frá 4. júlí í fyrra. vísir/getty
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna er næstkomandi laugardag. Undanfarin ár hafa yfirvöld verið á varðbergi á deginum gagnvart mögulegum hryðjuverkum en í ár er hættan talin meiri en áður. Ástæðan er Íslamska ríkið, ISIS. NBC greinir frá.

Einn talsmanna ISIS biðlaði til fylgismanna samtakanna að nota hinn heilaga mánuð Ramadan til árása. Ramadan rennur sitt skeið 17. júlí. Yfirvöld óttast að samkomur fólks á þjóðhátíðardaginn geti orðið freistandi skotmark fyrir skæruliða.

Tilkynning hefur verið send út sem biðlar til fólks að breyta ekki út af vana sínum varðandi hátíðarhöld en vera þó á varðbergi gagnvart mögulegum árásum. Engar beinar hótanir hafa borist en hættan er óútreiknanlegri en oft áður. Óvitað sé hve margir áhagnendur ISIS séu sem eru ekki formlegir meðlimir heldur starfi einir.

Ástandið er sagt endurspegla nýtt vandamál. Áhersla FBI er ekki lengur á að fylgjast með fólki sem kemur frá löndum þar sem ISIS er hvað sterkast heldur er mikilvægt að reyna að ná einförunum úr fjöldanum áður en þeir láta skotið ríða af.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×