Eldhúsdagsumræður: Verðum að horfast í augu við gerendur kynferðisofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2015 22:42 Andrés Ingi Jónsson sagði ríkisstjórnina, þingið og þjóðina verða að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“ #FreeTheNipple Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
„Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“
#FreeTheNipple Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira