Ólafur Hannibalsson látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2015 19:22 Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935. Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist að heimili sínu í gær, 79 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Ólafs. Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935, sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar. „Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag í Tékklandi á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964-1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky, og skráði ásamt konu sinni Sólarmegin, endurminningar Herdísar Egilsdóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúpmannatali, skrá ábúenda við Ísafjarðardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prentunar. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða. Hann var annálaður penni, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Hann tók virkan þátt í aðgerðum, svo sem mótmælum Þjóðarhreyfingarinnar gegn fjölmiðlalögunum 2004, og gegn stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjahers í Írak, m.a. með birtingu heilsíðuauglýsingar í New York Times í ársbyrjun 2005. Kona Ólafs er Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru Hugi, Sólveig og Kristín.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist að heimili sínu í gær, 79 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Ólafs. Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935, sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar. „Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag í Tékklandi á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964-1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky, og skráði ásamt konu sinni Sólarmegin, endurminningar Herdísar Egilsdóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúpmannatali, skrá ábúenda við Ísafjarðardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prentunar. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða. Hann var annálaður penni, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Hann tók virkan þátt í aðgerðum, svo sem mótmælum Þjóðarhreyfingarinnar gegn fjölmiðlalögunum 2004, og gegn stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjahers í Írak, m.a. með birtingu heilsíðuauglýsingar í New York Times í ársbyrjun 2005. Kona Ólafs er Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru Hugi, Sólveig og Kristín.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira