Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 16:18 Leonardo DiCaprio í The Revenant. Vísir/Youtube. Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni The Revenant sem verður frumsýnd í desember en stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Myndin sækir innblástur í lífshlaup hins bandaríska Hugh Glass sem var uppi í á nítjándu öld. Myndin segir frá atburðum sem eiga sér stað eftir að félagar hans, sem töldu hann af eftir árás bjarnar, skilja hann eftir í óbyggðum lífshættulega særðan. Leikstjóri myndarinnar er Alejandro González Iñárritu en hann er maðurinn á bak við myndina Birdman sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár. Iñárritu hlaut auk þess Óskarinn fyrir leikstjórn og handrit. Með hlutverk Hugh Glass fer Leonardo DiCaprio en auk hans leika Tom Hardy og Domhnall Gleeson í myndinni sem verður ekki frumsýnd fyrr en á jóladag í Bandaríkjunum en nú þegar er farið að tala um hana í sambandi við tilnefningar til Óskarsverðlauna. Velta margir því fyrir sér hvort DiCaprio muni hljóta verðlaunin eftirsóttu fyrir þetta hlutverk en hann hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur fyrir leik. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni The Revenant sem verður frumsýnd í desember en stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Myndin sækir innblástur í lífshlaup hins bandaríska Hugh Glass sem var uppi í á nítjándu öld. Myndin segir frá atburðum sem eiga sér stað eftir að félagar hans, sem töldu hann af eftir árás bjarnar, skilja hann eftir í óbyggðum lífshættulega særðan. Leikstjóri myndarinnar er Alejandro González Iñárritu en hann er maðurinn á bak við myndina Birdman sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár. Iñárritu hlaut auk þess Óskarinn fyrir leikstjórn og handrit. Með hlutverk Hugh Glass fer Leonardo DiCaprio en auk hans leika Tom Hardy og Domhnall Gleeson í myndinni sem verður ekki frumsýnd fyrr en á jóladag í Bandaríkjunum en nú þegar er farið að tala um hana í sambandi við tilnefningar til Óskarsverðlauna. Velta margir því fyrir sér hvort DiCaprio muni hljóta verðlaunin eftirsóttu fyrir þetta hlutverk en hann hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur fyrir leik.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira