Oddný óttast geislavirkan Karl Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 20:58 vísir/getty/stefán Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er nú staddur í Pripyat í Úkraínu þar sem hann skoðar rústir Tjernobyl-kjarnorkuversins sem sprakk árið 1986. Gífurleg geislavirkni er ennþá til staðar á svæðinu, ríflega 30 árum eftir slysið og bendir Karl á Facebook-síðu sinni á að jarðvegurinn sé svo geislavirkur á svæðinu að gestum er ekki ráðlagt að snerta hann.Hér að má sjá færslu Karls og óttablandin viðbrögð Oddnýjar.Fyrir utan þá sem dvelja í Tsjernobyl í tengslum við vinnu er búseta eða dvöl ekki leyfileg innan svæðis sem er í 30 kílómetra radíus frá kjarnorkuverinu. Ferðaskipuleggjendur hafa boðið upp á dagsferðir inn á þetta annars lokaða svæði en til þess þarf sérstakt leyfi sem þingmanninum áskotnaðist og birti hann mynd af sér við einn af kjarnaofnunum. „Bucket listinn styttist,” segir þingmaðurinn við myndina og ljóst er að hann er ánægður með að fá loksins að heimsækja þennan sögufræga, en jafnframt gífurlega geislavirka, stað. Margir samgleðjast Karli af heilum hug og láta sér líka við færslu hans en aðrir gera það með semingi. Þeirra á meðal er samstarfsmaður Karls, þingkonan Oddný Harðardóttir, sem óskar honum til hamingju með áfangann. „Ég vona samt að ég dragi þig ekki sem sessunaut á næsta þingi…” skrifar hún við kveðjuna til Karls og gefur þannig í skyn að þingmaðurinn kunni nú að vera geislavirkur. Hvort að þau verði hins vegar sessunautar á komandi haustþingi getur aðeins tíminn leitt í ljós – rétt eins og geislavirkni Framsóknarmannsins. Alþingi Tsjernobyl Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er nú staddur í Pripyat í Úkraínu þar sem hann skoðar rústir Tjernobyl-kjarnorkuversins sem sprakk árið 1986. Gífurleg geislavirkni er ennþá til staðar á svæðinu, ríflega 30 árum eftir slysið og bendir Karl á Facebook-síðu sinni á að jarðvegurinn sé svo geislavirkur á svæðinu að gestum er ekki ráðlagt að snerta hann.Hér að má sjá færslu Karls og óttablandin viðbrögð Oddnýjar.Fyrir utan þá sem dvelja í Tsjernobyl í tengslum við vinnu er búseta eða dvöl ekki leyfileg innan svæðis sem er í 30 kílómetra radíus frá kjarnorkuverinu. Ferðaskipuleggjendur hafa boðið upp á dagsferðir inn á þetta annars lokaða svæði en til þess þarf sérstakt leyfi sem þingmanninum áskotnaðist og birti hann mynd af sér við einn af kjarnaofnunum. „Bucket listinn styttist,” segir þingmaðurinn við myndina og ljóst er að hann er ánægður með að fá loksins að heimsækja þennan sögufræga, en jafnframt gífurlega geislavirka, stað. Margir samgleðjast Karli af heilum hug og láta sér líka við færslu hans en aðrir gera það með semingi. Þeirra á meðal er samstarfsmaður Karls, þingkonan Oddný Harðardóttir, sem óskar honum til hamingju með áfangann. „Ég vona samt að ég dragi þig ekki sem sessunaut á næsta þingi…” skrifar hún við kveðjuna til Karls og gefur þannig í skyn að þingmaðurinn kunni nú að vera geislavirkur. Hvort að þau verði hins vegar sessunautar á komandi haustþingi getur aðeins tíminn leitt í ljós – rétt eins og geislavirkni Framsóknarmannsins.
Alþingi Tsjernobyl Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Sjá meira