Erfiðasta áætlun Evrópusambandsins til þessa Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 20:12 Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb. Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb.
Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55
Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46
Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20
Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09