Erlent

ISIS-liðar skutu á egypskt skip í Miðjarðarhafi

Atli Ísleifsson skrifar
Samtökin birtu myndir á síðu sinni þar sem sést hvernig eldflaug var skotið að skipinu og hvernig reyk leggur frá skipinu.
Samtökin birtu myndir á síðu sinni þar sem sést hvernig eldflaug var skotið að skipinu og hvernig reyk leggur frá skipinu. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í Egyptalandi segjast hafa skotið eldflaug að skipi egypska sjóhersins í Miðjarðarhafi. Skotið var á skipið þegar það var á siglingu skammt frá strönd Ísraels og Gasastrandarinnar.

Samtökin birtu myndir á síðu sinni þar sem sést hvernig eldflaug var skotið að skipinu og hvernig reyk leggur frá skipinu.

Liðsmenn ISIS í Egyptalandi hafa fyrst og fremst beint spjótum sínum að egypskum hermönnum og lögreglu á Sinai-skaga. Mörg hundruð manns hafa látist í árásum þeirra frá því að forsetinn Mohamed Mursi var hrakinn frá völdum árið 2013.

Talsmaður egypska sjóhersins segir að enginn hafi látið lífið í árásinni fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×