Norðurá komin yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2015 11:00 Veiðin í Norðurá hefur verið ævintýralega góð síðustu daga og áin hefur nú þegar rofið 1000 laxa múrinn. Þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni segja að það sé engu logið um að áin sé víða blá af laxi enda hafa veiðitölur síðustu daga algjörlega staðfest að viðsnúningur frá síðasta ári er algjör og á þetta við um flestar Borgarfjarðarárnar. Heildarveiðin í Norðurá var 924 laxar í fyrrasumar og núna þegar júlí er hálfnaður er þeirri tölu náð og gott betur og ennþá eru tvær vikur eftir af júlí. Göngurnar í ánna eru mjög stórar og suma dagana hefur veiðin farið yfir 100 laxa sem minnir mikið á t.d. metárið 2013. Sé tekið mið af meðal væntingum um framhald á þessari veiði verður Norðurá líklega komin nálægt 2000 löxum í byrjun ágúst og á líklega eftir að enda þetta sumar með glæsibrag. Mikil eftirspurn er orðin eftir veiðileyfum í ánna enda ekkert skrítið að veiðimenn sem gengu snubbóttir frá henni í aflebresti í fyrra vilja komast í þessa veislu sem er á bökkunum í dag. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Veiðin í Norðurá hefur verið ævintýralega góð síðustu daga og áin hefur nú þegar rofið 1000 laxa múrinn. Þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni segja að það sé engu logið um að áin sé víða blá af laxi enda hafa veiðitölur síðustu daga algjörlega staðfest að viðsnúningur frá síðasta ári er algjör og á þetta við um flestar Borgarfjarðarárnar. Heildarveiðin í Norðurá var 924 laxar í fyrrasumar og núna þegar júlí er hálfnaður er þeirri tölu náð og gott betur og ennþá eru tvær vikur eftir af júlí. Göngurnar í ánna eru mjög stórar og suma dagana hefur veiðin farið yfir 100 laxa sem minnir mikið á t.d. metárið 2013. Sé tekið mið af meðal væntingum um framhald á þessari veiði verður Norðurá líklega komin nálægt 2000 löxum í byrjun ágúst og á líklega eftir að enda þetta sumar með glæsibrag. Mikil eftirspurn er orðin eftir veiðileyfum í ánna enda ekkert skrítið að veiðimenn sem gengu snubbóttir frá henni í aflebresti í fyrra vilja komast í þessa veislu sem er á bökkunum í dag.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði