Námsfólk er ekki uppspretta auðs Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. júlí 2015 16:00 Nokkur umræða hefur kviknað um lánakerfi það sem við bjóðum þeim upp á sem leggja langskólanám fyrir sig. Svo virðist sem sú staðreynd að fólk er misduglegt að greiða af lánum sínum hafi vakið framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og sjálfan ráðherra menntamála til umhugsunar um hvort kerfið sem við búum við sé hið rétta. Hvort spurningarnar sem kviknuðu eru þær réttu, er svo önnur saga. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt?“ spyr Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, í Fréttablaðinu í gær. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé stjórnvalda að ákveða hvernig brugðist sé við, hún sé aðeins að hvetja til umræðunnar. Og stjórnvöld, í formi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, tjáðu sig einnig um málið. "Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna," sagði Illugi í Fréttablaðinu í gær. Umræðan er þörf og tilefni hennar, sú staðreynd að afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014, er ærið. Það er áhyggjuefni af hverju námsfólk stendur svo illa að það getur ekki greitt af lánum sínum. Hugmyndin á bak við námslán er sú að fólk sem kýs að fara í lengra nám verði að hafa einhverja framfærslu af því að á meðan á námi stendur er það ekki í stöðu til að vinna sér inn tekjur. Víða úti í heimi er ekki um lán að ræða, heldur styrki. Hér á landi höfum við þetta lán og krefjum lántakendur um að gera þau upp að fullu - reyndar út fyrir gröf og dauða eins og dæmin sanna. Árið 1992 var ákveðið að hætta að greiða námslán út fyrirfram. Davíð Oddsson var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Gunnar I. Birgisson formaður stjórnar LÍN. Allt sjálfstæðismenn. Rökin voru ekki síst þau að allt of margir lifðu á lánunum en sinntu ekki náminu. Þessi ákvörðun þýddi að námsfólk þurfti að leita á náðir bankanna og fá yfirdrátt til að lifa af á meðan það stundaði námið sem var forsenda námslánanna. Á skólaárinu 2013-2014 námu útlán LÍN um 15,7 milljörðum króna. Ef við gefum okkur það að námsmenn hafi þurft að sækja þá upphæð til bankanna á hefðbundnum yfirdráttarvöxtum þá er sú upphæð sem námsmenn greiða bönkunum í kringum 1,8 milljarðar króna. Vissulega er þetta ónákvæmt reikningsdæmi og þarf að taka tillit til lengdar lánatímans, en á móti kemur að námsmenn taka flestir lán í nokkur ár. Þetta gefur í það minnsta grófa mynd af dæminu. Og er það ekki stór hluti vandans? Að bönkunum hafi á silfurfati verið færður ágóði af því að lána námsfólki fyrir framfærslu þess? Námsfólki sem, eins og nýverið kom fram, nýtur langskólanámsins lítið í launahækkunum, en veglega í skuldaaukningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Nokkur umræða hefur kviknað um lánakerfi það sem við bjóðum þeim upp á sem leggja langskólanám fyrir sig. Svo virðist sem sú staðreynd að fólk er misduglegt að greiða af lánum sínum hafi vakið framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og sjálfan ráðherra menntamála til umhugsunar um hvort kerfið sem við búum við sé hið rétta. Hvort spurningarnar sem kviknuðu eru þær réttu, er svo önnur saga. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt?“ spyr Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, í Fréttablaðinu í gær. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé stjórnvalda að ákveða hvernig brugðist sé við, hún sé aðeins að hvetja til umræðunnar. Og stjórnvöld, í formi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, tjáðu sig einnig um málið. "Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna," sagði Illugi í Fréttablaðinu í gær. Umræðan er þörf og tilefni hennar, sú staðreynd að afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014, er ærið. Það er áhyggjuefni af hverju námsfólk stendur svo illa að það getur ekki greitt af lánum sínum. Hugmyndin á bak við námslán er sú að fólk sem kýs að fara í lengra nám verði að hafa einhverja framfærslu af því að á meðan á námi stendur er það ekki í stöðu til að vinna sér inn tekjur. Víða úti í heimi er ekki um lán að ræða, heldur styrki. Hér á landi höfum við þetta lán og krefjum lántakendur um að gera þau upp að fullu - reyndar út fyrir gröf og dauða eins og dæmin sanna. Árið 1992 var ákveðið að hætta að greiða námslán út fyrirfram. Davíð Oddsson var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Gunnar I. Birgisson formaður stjórnar LÍN. Allt sjálfstæðismenn. Rökin voru ekki síst þau að allt of margir lifðu á lánunum en sinntu ekki náminu. Þessi ákvörðun þýddi að námsfólk þurfti að leita á náðir bankanna og fá yfirdrátt til að lifa af á meðan það stundaði námið sem var forsenda námslánanna. Á skólaárinu 2013-2014 námu útlán LÍN um 15,7 milljörðum króna. Ef við gefum okkur það að námsmenn hafi þurft að sækja þá upphæð til bankanna á hefðbundnum yfirdráttarvöxtum þá er sú upphæð sem námsmenn greiða bönkunum í kringum 1,8 milljarðar króna. Vissulega er þetta ónákvæmt reikningsdæmi og þarf að taka tillit til lengdar lánatímans, en á móti kemur að námsmenn taka flestir lán í nokkur ár. Þetta gefur í það minnsta grófa mynd af dæminu. Og er það ekki stór hluti vandans? Að bönkunum hafi á silfurfati verið færður ágóði af því að lána námsfólki fyrir framfærslu þess? Námsfólki sem, eins og nýverið kom fram, nýtur langskólanámsins lítið í launahækkunum, en veglega í skuldaaukningu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun