Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin | 11. þáttur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ellefta umferð Pepsi-deildarinnar kláraðist í gærkvöldi þegar Blikar endurheimtu þriðja sætið með sigri á Fjölni og að venju var farið yfir allt það markverðasta í Pepsi-mörkunum.  

Stjórnandinn Hörður Magnússon var með sérfræðingana Hjört Hjartarson og Arnar Gunnlaugsson með sér að þessu sinni til að gera upp þessa áhugaverðu umferð þar sem Valur, KR, ÍA og Breiðablik fögnuðu öll sigri en tveimur leikjum lauk með jafntefli.

Eftir 11. umferðina munar aðeins þremur stigum á fjórum efstu liðum deildarinnar og þá er fallbaráttan einnig orðin mjög jöfn og spennandi.

Eins og alltaf sýnir Vísir styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum daginn eftir frumsýningu og má sjá nýjasta þáttinn hér að ofan. Þar má meðal annars sjá öll sautján mörk umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×