Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 21:42 Arnar Gunnlaugsson má vera stoltur af gengi liðsins síns undanfarin misseri. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki