Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

„Sama til­finning og eftir tapið gegn Blikum“

Niko Hansen, framherji Víkings, var vitanlega vonsvikinn eftir 4-0 skell liðsins gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Bröndby-Stadion í kvöld. Danski framherjinn fékk úr litlu að moða í þessum leik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaup­manna­höfn

Bröndby gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur þegar liðið fékk Víking i heimsókn á Bröndby-Stadion í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eftir 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum sem fram fór í Fossvoginum snéri Bröndby taflinu sér í vil í Kaupmannahöfn og fer áfram í fjórðu umferðina með 4-3 sigri samanlagt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stuð á Víkingum í Kaup­manna­höfn

Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fót­bolta­leiki“

Sölvi Geir Otte­sen, þjálfari Víkings Reykja­víkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stór­liðinu Brönd­by í undan­keppni Sam­bands­deildarinnar í fót­bolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaup­manna­höfn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segja Sölva hæðast að Bröndby

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, þekkir vel til í fótboltanum í Kaupmannahöfn enda ein af hetjum FC Kaupmannahafnar á sínum tíma. Það vakti því enn meiri athygli í Danmörku þegar hann stýrði Víkingum til 3-0 sigurs á Bröndby í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­tökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna

Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 

Innlent
Fréttamynd

„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“

Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út

Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn eftir hópslags­málin

Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.

Fótbolti