Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Rúnar Kristins­son: Glaðir með stigið

„Víkingur er með ofboðslega gott lið og eftir að þeir skoruðu þá tóku þeir gjörsamlega yfir leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar gal­opna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn

Víkingur tók á móti Stjörnunni og vann 2-1 sigur í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar sitja enn í næstneðsta sætinu en nú aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og þremur frá Tindastóli. Shaina Ashouri skoraði fyrsta markið, í sínum fyrsta leik í sumar. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystuna svo rétt fyrir hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“

Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gerir þetta skemmti­legt fyrir deildina“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna

Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“

Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð 9-0 samanlagt.

Sport
Fréttamynd

„Við erum með betri menn í öllum stöðum“

Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Páll að­stoðar Einar

Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fag­leg frammi­staða hjá Víkingum

Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búnir að vera á smá hrak­hólum“

„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn