Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám jakob bjarnar skrifar 13. júlí 2015 09:19 Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“ Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira