Eystri Rangá er að hrökkva í gang Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2015 10:00 Ásta Dís með 91 sm lax sem hún veiddi í morgun Mynd: Jakob Bjarnason Ein af vinsælustu veiðiám landsins síðustu ár er Eystri Rangá og hefur hún reglulega vermt toppsætið yfir aflahæstu árnar. Veiðin var erfið framan af sumri vegna mikillar snjóbráðar sem litaði ánna og þar með dró úr veiði. Þá daga sem hún var hrein var veiðin þó oft með ágætum og eins og undanfarin ár er hlutfall stórlaxa í ánni alveg ótrúlega hátt en fram til þessa má telja eins árs laxa á fingrum beggja handa. Fréttir frá bökkum Eystri Rangár eru góðar því það er greinilegt að göngurnar eru að aukast og á meðan stórlaxahlutfallið er jafn gott og það er eru veiðimenn kátir við bakkann. Ásta Dís Óladóttir og eiginmaður hennar, Jakob Bjarnason, áttu góðann dag við ánna í dag þegar þau náðu 6 fallegum löxum á land og þar á meðal einum 91 sm sem tók Sunray. Eins og sést á myndasyrpunni frá Ásdísi hefur greinilega verið mikil taka á laxinum og þetta veit ekki á neitt nema gott á framhaldið í ánni. Við viljum endilega fá að heyra frá ykkur í sumar og hvetjum ykkur til að senda okkur veiðisögur og veiðimyndir úr ykkar veiðitúrum í sumar. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is Mest lesið Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði
Ein af vinsælustu veiðiám landsins síðustu ár er Eystri Rangá og hefur hún reglulega vermt toppsætið yfir aflahæstu árnar. Veiðin var erfið framan af sumri vegna mikillar snjóbráðar sem litaði ánna og þar með dró úr veiði. Þá daga sem hún var hrein var veiðin þó oft með ágætum og eins og undanfarin ár er hlutfall stórlaxa í ánni alveg ótrúlega hátt en fram til þessa má telja eins árs laxa á fingrum beggja handa. Fréttir frá bökkum Eystri Rangár eru góðar því það er greinilegt að göngurnar eru að aukast og á meðan stórlaxahlutfallið er jafn gott og það er eru veiðimenn kátir við bakkann. Ásta Dís Óladóttir og eiginmaður hennar, Jakob Bjarnason, áttu góðann dag við ánna í dag þegar þau náðu 6 fallegum löxum á land og þar á meðal einum 91 sm sem tók Sunray. Eins og sést á myndasyrpunni frá Ásdísi hefur greinilega verið mikil taka á laxinum og þetta veit ekki á neitt nema gott á framhaldið í ánni. Við viljum endilega fá að heyra frá ykkur í sumar og hvetjum ykkur til að senda okkur veiðisögur og veiðimyndir úr ykkar veiðitúrum í sumar. Þið getið sent okkur póst á kalli@365.is
Mest lesið Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði