Íslenski boltinn

Braut Ingvar Kale á Toft? Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ívar Örn Jónsson var hetja Víkings þegar hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á Val í Pepsi-deild karla, en leikið var á Hlíðarenda í dag.

Leikurinn var eini leikurinn sem fram fór í Pepsi-deild karla í dag, en þetta var síðasti grasleikurinn á Hlíðarenda, í bili að minnsta kosti. Valsmenn munu nú leggjast í framkvæmdir þar sem grasið verður rifið upp og settur gervigrasvöllur.

Sjá einnig: Valur - Víkingur 0-1 | Umdeild vítaspyrna réði úrslitum

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fengu Víkingar bestu tækifærin. Úrslitin réðust svo á umdeildri vítaspyrnu, en Valdimar Pálsson taldi Ingvar Kale, markvörð Vals, brjóta á Rolf Toft. Ívar Örn steig á punktinn og skoraði.

Með sigrinum skutust Víkingar upp í áttunda sæti deildarinnar, en Valsmenn eru í því þriðja með.

Atvikið má sjá hér að ofan, en dæmi nú hver fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×