Michael Jackson vildi vera Jar Jar Binks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:38 Gunganinn vísir/getty Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.
Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira