Viðskipti erlent

Financial Times verður japanskt

Atli Ísleifsson skrifar
Financial Times var stofnað árið 1888 og var á síðasta ári gefið út í um 234 þúsund eintökum.
Financial Times var stofnað árið 1888 og var á síðasta ári gefið út í um 234 þúsund eintökum. Vísir/AFP
Breska félagið Pearson PLC hefur ákveðið að selja FT Group, sem rekur meðal annars blaðið Financial Times, til japanska fjölmiðlarisans Nikkei.

Fréttastofan AP greinir frá því að kaupverðið sé 1,3 milljarðar Bandaríkjadala.

Financial Times var stofnað árið 1888 og var á síðasta ári gefið út í um 234 þúsund eintökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×