Daily Record stráir salti í sár Stjörnunnar með háði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 10:30 Vísir/Getty „Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
„Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30
Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14