Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 15:30 Í greinargerð sálfræðings konunnar kemur fram að hún sé stöðugt hrædd eftir árásina og óttist um líf sitt. vísir/getty Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent