Brasilíumenn taka öryggismálin mjög alvarlega fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.
Brasilíska Ólympíunefndin ætlar að ráða alls 85 þúsund öryggisverði en það eru helmingi fleiri verðir en störfuðu á leikunum í London árið 2012.
„Álíka viðburður hefur aldrei farið fram í þessu landi," sagði yfirmaður öryggismála, Andrei Augusto Rodrigues.
Brasilíumenn eru að glíma við mörg vandamál í aðdraganda leikana og þar á meðal í siglingakeppninni þar sem flóinn er uppfullur af skít og eiginlega ekki boðlegur.
Brassarnir eru enn vongóðir um að þeim takist að hreinsa upp flóann en tíminn vinnur ekki með þeim.
