Erlent

Þrettán manns fórust í sprengjuárás í Sádi-Arabíu

Atli Ísleifsson skrifar
Abha er nærri jemensku landamærunum.
Abha er nærri jemensku landamærunum. Vísir/AFP
Þrettán manns fórust í sjálfsvígssprengjuárás í mosku í sádi-arabísku borginni Abha fyrr í dag.

Talsmaður innanríkisráðuneytis Sádi-Arabíu segir flestir hinna látnu hafi verið lögreglumenn, þar sem öryggissveitir hafi sótt moskuna. Sprengingin varð á bænatíma.

Abha er nærri jemensku landamærunum. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu handtóku í síðasta mánuði rúmlega 430 menn sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS og lagt á ráðin um árásir í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×