CCP kynnir nýjan tölvuleik fyrir farsíma Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2015 11:00 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni sem hefst á morgun, miðvikudag, í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC. Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á þessu ári, þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að prófa ýmsar leikjatilraunir CCP í sýndarveruleika í tilraunastofunum VR Labs. Í ljósi þeirra ákvæðu viðbragða sem prufuútgáfan, sem þá gekk undir nafninu Project Nemesis, fékk var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnis og úr varð fullgerður leikur; Gunjack. Gunjack er þróaður á skrifstofu CCP í Shanghai í Kína. Leikurinn gerist í EVE heiminum og býður spilurum upp á hraða og spennandi atburðarrás í fallegu og grípandi framtíðarumhverfi. „Markmið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leikinn fyrir Gear VR búnaðinn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spennandi og fallegan leik fyrir þennan nýja vettvang og og mögulegt er. - og við erum mjög stolt af útkomunni,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, CCP í Shanghai. „Við trúum því að sýndarveruleiki, VR, sé einn af lykilþáttum leikjaframleiðslu framtíðarinnar. Það mun ef til vill taka einhvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í fararbrodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frekari fótfestu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hverskonar upplifun hún getur fært notendum sínum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Leikjavísir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni sem hefst á morgun, miðvikudag, í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC. Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á þessu ári, þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að prófa ýmsar leikjatilraunir CCP í sýndarveruleika í tilraunastofunum VR Labs. Í ljósi þeirra ákvæðu viðbragða sem prufuútgáfan, sem þá gekk undir nafninu Project Nemesis, fékk var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnis og úr varð fullgerður leikur; Gunjack. Gunjack er þróaður á skrifstofu CCP í Shanghai í Kína. Leikurinn gerist í EVE heiminum og býður spilurum upp á hraða og spennandi atburðarrás í fallegu og grípandi framtíðarumhverfi. „Markmið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leikinn fyrir Gear VR búnaðinn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spennandi og fallegan leik fyrir þennan nýja vettvang og og mögulegt er. - og við erum mjög stolt af útkomunni,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, CCP í Shanghai. „Við trúum því að sýndarveruleiki, VR, sé einn af lykilþáttum leikjaframleiðslu framtíðarinnar. Það mun ef til vill taka einhvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í fararbrodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frekari fótfestu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hverskonar upplifun hún getur fært notendum sínum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
Leikjavísir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira