Draumurinn kann þetta ennþá | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2015 19:15 Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt. vísir/afp Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan. NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan.
NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30