Viðskipti erlent

Nýju græjurnar frá Samsung verða ekki seldar í Evrópu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá kynningunni í dag
Frá kynningunni í dag vísir/getty
Samsung tilkynnti í dag að von væri á Samsung Galaxy Note 5 og Samsung Galaxy S6 Edge+. Símarnir eru væntanlegir á markað þann 21. ágúst næstkomandi. Aðdáendur símanna í Evrópu verða hins vegar að bíða lengur því þeir verða ekki í boði í álfunni, að minnsta kosti ekki á þessu ári.

Suðurkóreska fyrirtækið hefur fyrst um sinn ákveðið að einblína á Ameríku og Asíu með símana fyrst um sinn og alls kostar óvíst er hvort þeir verði aðgengilegir í álfunni.

Líkt og fyrirrennarar sínir er Samsung Galaxy Note nokkurskonar millivegur síma og spjaldtölvu og hefur á ensku verið kallað „phablet“. Verð fyrir 32GB útgáfu græjunnar verður 250 dollarar, rúmar 33.000 krónur, en fyrir 64GB útgáfu þarftu að reiða fram hundrað dollurum meira.

Samanborið við helsta keppinautinn, iPhone 6, býður Samsung upp á örlítið meira. Skjárinn er örlítið stærri, upplausnin er meiri, græjurnar eru örlítið léttari og örgjörvarnir hraðari. Líkt og áður keyra þeir á Android.


Tengdar fréttir

Apple seldi 61,2 milljónir iPhone-síma

Ekkert lát er á raftækjasölu hugbúnaðar- og fjarskiptarisans Apple sem enn á ný hefur farið fram úr björtustu vonum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×