Íslenski boltinn

Óli Jóh.: Emil má spila bikarúrslitaleikinn

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. vísir/andri
Þjálfara Vals og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KR kemur ekki saman um hvort Emil Atlason megi spila með Val í bikarúrslitaleiknum gegn KR á laugardag.

„Emil má náttúrulega spila leikinn. Það er ekkert sem bannar það," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv í dag. Hann segist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann tefli leikmanninum fram. Þess utan segist hann ekki þekkja samkomulagið í þaula.

„Ég veit ekki hvernig samkomulagið er nákvæmlega en ég veit að hann má spila leikinn."

Emil er í láni hjá Val frá KR. KR-ingar segja það vera kristaltært að Emil sé ekki löglegur.

Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, segir það sé skothelt og skriflegt að Emil megi ekki spila gegn KR. Slíkt ákvæði hafi verið sett í lánssamninginn.

„Emil er náttúrulega leikmaður KR og í láni hjá Val. Þetta voru þau ákvæði sem sett voru inn í lánssamninginn og stjórnir félaganna gengu frá þessu en ekki þjálfararnir," segir Jónas.

Innslag Rúv má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×