Viðskipti erlent

Farþegar Uzbekistan Airways þurfa að stíga á vogina fyrir brottför

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Úsbekíska flugfélagið Uzbekistan Airways hyggst mæla þyngd allra farþega sinna fyrir brottför. Er það liður í nýjum „flugöryggisreglum“ félagsins.

Í frétt Telegraph kemur fram að farþegar þurfi nú að stíga á sérstaka vog við brottfararhliðið með handfarangur sinn áður en þeim er hleypt í vélina.

Talsmaður flugfélagsins segir að þyngd einstaka farþega verði ekki gefin upp og að „fullum trúnaði heitið“.

Ekki hefur verið gefið upp hvort farþegar í þyngra lagi verði gert að greiða sérstakt gjald eða hvort þeim verði vísað úr smærri vélum. Þá er óljóst hvað verði gert, komi í ljós að heildarþyngd farþega og handfarangurs er meiri en æskilegt þykir.

Samkvæmt rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá árinu 2008 eru rúmlega 44 prósent af öllum Úsbekum tuttugu ára og eldri í ofþyngd á meðan fimmtán prósent glíma við offitu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×