Enski boltinn

Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stoichkov í leik með Barcelona á sínum tíma.
Stoichkov í leik með Barcelona á sínum tíma. Vísir/GEtty
Hristo Stoichkov, fyrrum leikmaður Barcelona, gagnrýndi Louis Van Gaal í spænsku útvarpi í dag og varaði spænska kantmanninn Pedro við því að fara frá Börsungum.

Stoichkov sem varð spænsku meistari fimm sinnum er hann lék fyrir Barcelona yfirgaf félagið stuttu eftir að Van Gaal tók við taumunum árið 1997. Segir hann að hann kunni ekki að vinna með stjörnuleikmönnum.

„Van Gaal lætur leikmennina þjást þar sem hann var meðal leikmaður sjálfur. Hann eyðileggur leikmenn með meðalmennsku sinni, sjáðu bara leikmennina sem yfirgáfu félagið vegna hans. Það tók Barcelona mörg ár að komast á sinn stall á ný eftir skemmdarverk hans.“

Pedro hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Manchester United eftir að í ljós kom að argentínski kantmaðurinn Angel Di Maria væri á förum frá félaginu. Hefur Pedro misst sæti sitt í byrjunarliðinu eftir að Barcelona gekk frá kaupunum á Luis Suárez síðasta sumar.

„Ég vona að hann hlusti á mig og fari hvergi. Ef hann fer til Mancehster United þá hættir hann að spila fótbolta. Van Gaal er búinn að eyða 200 milljónum evra og var mjög ánægður með 1-0 sigur um helgina í hrottalega leiðinlegum leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×