Björt framtíð vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum

Í yfirlýsingu frá flokknum segir að það neyðarástand sem nú blasi við fjölda flóttafólks sem leitað hefur til Evrópu að alþjóðlegri vernd kalli á snör og róttæk viðbrögð.
„Börn, konur og karlar standa frammi fyrir gríðarlegum hörmungum og sífellt berast fréttir af dauðsföllum sökum ástandsins.
Ísland getur boðið mun fleira flóttafólk velkomið og okkur ber siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum.
Við eigum jafnframt að bregðast við með því að bjóða mun meiri aðstoð á svæðum þar sem hörmungarnar eiga sér stað, á hvern þann hátt sem við best getum.
Sýnum í verki að við viljum standa vörð um mannréttindi og réttindi fólks til öruggs lífs!“
Tengdar fréttir

Tugir flóttamanna köfnuðu
Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel kanslari Þýskalands.

Fjögur börn meðal hinna látnu
Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu.

Vorum án lands
Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins

Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna
Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans.

Okkur rennur blóðið til skyldunnar
Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn