Raddþjálfi Michaels Jackson og Beyonce kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Robin D hefur þjálfað stórstjörnur um heim allan. „Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum. Íslandsvinir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum.
Íslandsvinir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira