Innlent

Grunaður um að hafa ætlað að smygla táningsdreng til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Maðurinn er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Karlmaður frá Serbíu var handtekinn við komuna til landsins um helgina. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla ólögráða dreng til landsins. RÚV greindi fyrst frá en maðurinn er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Grunur kviknaði um að maðkur væri í mysunni þegar í ljós kom að maðurinn og drengurinn voru með fölsuð skilríki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Í kjölfarið hófst athugun á málinu hjá lögreglu. Yfirheyrsla yfir manninum hefur farið fram en drengurinn er í umsjá félagsmálayfirvalda.

Nokkuð reglulega er fólk stöðvað með fölsuð skilríki við komuna til Íslands. Þetta mál er hins vegar sérstaklega viðkvæmt þar sem um ólögráða einstakling er að ræða.

Mansal, vændi og smygl á fólki er hluti af iðnaði sem veltir gríðarlega háum fjárhæðum. Hluti af þeim iðnaði eru fölsuðu skilríkin. Evrópulögreglan (Europol) og Alþjóðalögreglan (Interpol) hafa upprætt fjölmörg samtök undanfarin ár sem gera út á iðnaðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×