Kári: Möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði Hjörtur Hjartarson skrifar 26. ágúst 2015 17:30 „Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira
„Þetta var algjör snilld, að komast úr 2. deild í enska í Meistaradeildina á þremur árum,“ sagði Kári Árnason, leikmaður Malmö, sáttur í samtali við Hjört Hjartason í Akraborginni í dag. „Ég þurfti að komast í burt frá Rotherham og þegar þú ert kominn á þennan aldur er ekki mikið í boði. Ég var ekki beint að velja úr tilboðum og þetta var eitt af þessum spennandi tilboðum. Ég var orðinn þreyttur á starfsumhverfinu hjá Rotherham og herstjórninni þar.“ Kári viðurkenndi að það hefði verið smá bakslag að fara aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið á Englandi en möguleikinn á Meistaradeildinni heillaði. „Þetta er ekki í ensku deildinni en hér var möguleiki á að komast í Meistaradeildina og það heillaði vissulega. Heillaði að klára ferilinn og hafa spilað í deild þessarar bestu og það bætir upp fyrir að vera að spila í aðeins minna spennandi deild.“ Kári sagði að stemmingin á vellinum hjá Malmö væri frábær en heimavöllur liðsins hefur verið öflugur undanfarin ár. „Stemmingin er frábær á vellinum. Það eru villtir stuðningsmenn sem minna mann á þá ensku á áttunda áratugnum. Það er alltaf fullt á stórum leikjum,“ sagði Kári en hann sagði að stemmingin á Celtic Park hefði verið ólýsanleg. „Tilfinningin var ólýsanleg. Það eru til stærri vellir í heiminum en stemmingin þarna var frábær, 60.000 brjálaðir Skotar. Það sást á leik okkar strax í byrjun, þeir gátu gert út um einvígið á fyrstu mínútum leiksins en sem betur fer vöknuðum við til lífsins. Ég vildi helst fá Celtic í þessum drætti.“ Dregið verður í riðlakeppnina á morgun en Kári segist vera með blendnar tilfinningar hvort hann vilji fá þrjá stórleiki eða fá minni lið sem þeir eigi meiri möguleika gegn. „Maður vill auðvitað fá mótherja sem þú getur unnið allaveganna einn leikinn. Það er raunsætt að vilja forðast stærstu liðin en þetta eru allt sterk lið og við verðum alltaf ólíklegri aðilinn. Það væri ákveðið svekkelsi ef við fengjum ekkert stórlið en á sama tíma stórkostlegt ef við kæmumst áfram þar.“ Kári hefur verið fyrirliði í nokkrum leikjum hingað til en hann segir að það sé einn konungur í liðinu. „Ég var fyrirliði í fyrsta leiknum sem ég spilaði en það skýrir sig eflaust í því að þetta er ungt lið. Markus Rosenberg er konungurinn í bænum og í liðinu og ég held að því verði ekki haggað.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42 Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira
Kári Árnason spilar í Meistaradeildinni í vetur Kári Árnason og félagar í sænska liðinu Malmö slógu skoska liðið Celtic út úr umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld. 25. ágúst 2015 09:42
Kári: Það besta sem ég hef upplifað Malmö tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Celtic í seinni leik liðanna í síðustu umferð forkeppninnar. 26. ágúst 2015 08:30