Nemendur í Kópavogi fá 900 spjaldtölvur Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 15:07 Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti. Vísir/GEtty Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum. Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum.
Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira