Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 23. ágúst 2015 20:00 Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira