Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 23. ágúst 2015 20:00 Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent