Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úrskurðar dómsins árið 2011. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ Alþingi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“
Alþingi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu