Bíða atvinnuleyfis en nýta tímann vel, enda vart þverfótað fyrir verkefnum í heimahögunum Guðrún Ansnes skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Mikið í gangi hjá snillingunum í StopWaitGo vísir/GVA „Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum. Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum.
Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira