Íslenski boltinn

Dómarinn sló fyrirliða Blika

Skondið atvik átti sér stað í leik Breiðabliks og ÍA í Kópavogi.

Þá var dómari leiksins, Valdimar Pálsson, að leggja Jóni Vilhelmi Ákasyni Skagamanni lífsreglurnar og notaði miklar handahreyfingar til að leggja áherslu á mál sitt.

Það vildi ekki betur til en svo að hann sló Arnór Svein Aðalsteinsson, fyrirliða Blika, í andlitið í leiðinni. Spjald á dómarann fyrir það.

Valdimar var fljótur að biðja Arnór afsökunar og allir sluppu óskaddaðir frá þessu atviki.

Sjá má þetta atvik hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×