Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 14:00 Birkir fagnar markinu gegn Lech Poznan. Vísir/Getty Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08